Fjölmiðlaumfjöllun

Sonur minn hefur oft skammað mig fyrir að ég velti þessu of mikið fyrir mér og hann hefur rétt fyrir sér ég velti þessu of mikið fyrir mér en samt ég ætla að dúndra þessu út í kosmóið og fá vonandi góð viðbrögð svona til að skoða hvort ég sé ekki tiltölulega heill á geði eða hvort þetta sé barasta ímyndun sem maður ætti bara að hætta að pæla í.

Ég hef löngum verið gagnrýnin á bresku pressuna hún setur tóninn og hefur slagsíðan verið æði oft ekki hliðholl City ég held að það breytist ekki á næstunni og mun taka tíma en það sem hefur gerst núna er að þegar við höfum spilað vel þá hefur mun oftar en áður komið lofsamlegar greinar um hvernig við spilum og hrós á Pep vissulega hefur oft verið hraunað yfir okkur og það hefur svo sannarlega verið í lagi þegar það á við hef ekkert á móti gagnrýni þannig að ég ætla að einblína á íslenska fjölmiðla og þeirra umfjöllun um enska boltann og þá City.

Við lifum á æðislegum tímum fyrir mig tölvukall á er þetta geggjað, Twitter,Facebook allir fjölmiðlar með sitt efni á netinu, auðvelt að setja inn útvarps/sjónvarps podgast á netinu og engar hömlur á magni eða innihaldi. Þannig að það eru engin afsökun að hafa ekki ýtarlega og sanngjarna umfjöllun um enska boltann, að gefnu tilefni þá vill ég segja að umfjöllun þessara stráka um aðrar greinar , NFL,NBA ,Golf, íslenska bolta greinar er til fyrirmyndar og mjög ótarleg og fagleg.

Bjarni Fel sá um allt þetta þegar ég byrjaði að fylgjast með þessu 1981 hann sýndi engu liði umfram annað hlutfrægni heldur lýsti hann bara leiknum og fletti í biblíunni sinni og fræddi okkur um þennan og hinn leikmanninn sama þó hann væri í Aston Villa eða Liverpool ég hafði ekki hugmynd um að Bjarni væri Arsenal maður fyrr en löngu seinna.

Í dag er öldin önnur eins og sagt er æðisleg umfjöllun maður þarf ekkert að bíða eða fara á bókasafnið til að fá fréttir það er allt live en…..  Við erum að upplifa tíma þar sem allt snýst um 2 lið United og Liverpool þetta er einvígi þeirra á milli , banter milli aðdáendana allt að því hallærislegt.

Tómas hjá fotbolti.net sagði í einum þættinum „ við ætlum að taka United og Liverpool fyrir sérstaklega því þau skipta bara máli á Íslandi „.   Er það svo ?  Getum við ekki sett ákveðnar kröfur um að eins og í venjulegum fréttaflutningi þá þurfa fréttamenn að flytja fréttir og ekki láta utanaðkomandi aðila hafa áhrif á sig ?

Ég skil vel markaðshliðini á málinu en hættan er sú að umfjöllun um enska boltann úldni og hætti að snúast um atburði og atvik heldur vinsældar umfjöllun stýrð af neitendum, mínar áhyggjur eru að það sé nú þegar byrjað.  Hvað ef United og Liverpool væru í 3 ár bæði að keppa í neðri helmingi deildarinnar ?  Hvernig yrði umfjöllun þá , gaman að velta þessu fyrir sér.

Að City mér finnst línan skýr sem lagt er upp með , við vinnum af því að við höfum mesta peninginn og höfum keypt okkur árangur, ef illa gengur þá er það aumingja skapur vegna þess að svona lið á að vinna alla leiki sem það tekur þátt í.

Pep er náttúrulega ótrúlegt dæmi,  áður en ljóst var að hann myndi ganga til liðs við Manchester City þá gekk hann á vatni allt sem hann gerði var æðislegt liðin hans spiluðu frábæran bolta , einn besti þjálfarinn í heimi. Menn montuðu sig af því að hefa lesið bækur um hann og vissu allt um hans taktik.

Svo síðasta vetur þá kemur yfirlýsing að hann ætli að taka við City og BOOOM allt breytist.

Pep hefur alltaf haft það svo gott hann fær alltaf fullmótað lið upp í hendurnar osfrav.

Við byrjuðum vel fenguð svo sem mikið hrós fyrir það er ekki það og Pep var með þetta, ég hlustaði á podcast þátt frá fotbolti.net strákunum sem heitir innkastið , þar fara Elvar Geir og einhver Moritz yfir leiki helgarinnar í evrópska boltanum og aðaláhersla á enska. Eftir leik gegn Swansea þegar við vorum búnir að vinna 10 leiki í röð í öllum keppnum andvörpuðu þeir og sögðu „ æi hvernig er hægt að stoppa þetta City lið, þetta eyðileggur alla spennu í deildinni „  þess skal getið að sami Elvar Geir skrifaði langa grein 2012 þegar við vorum að ná forystu í deildinni hvernig City væri að eyðileggja spennuna. Þá sagði Moritz „en það eru góðar fréttir Elvar , DeBryne er meiddur og þá jafnast kannski deildin „.  Ég verð að segja að aldrei nokkurtíma hef ég heyrt neinn sem flytur íþróttafréttir openberlega hlakka yfir því að einhver meiðist .