Alltum City

FIFA sektar City

Það kom frétt í dag að City hefði sloppið við felagsskiptabann, eftir að FIFA sektaði City um einhverja 50 miljónir vegna brot á reglum um félagsskipti leikmanna 18 ára og yngri.

Fyrst virkaði þetta sigur fyrir City en ég er ekki á sama máli, þetta er fyrsta niðurstaða af þeirri rannsókn sem City sætir á þeirra rekstri og hefur legið yfir liðinu eins og mara um all langa stund. Ekkert annað lið situr undir þessum ákærum, það gefur á bátinn og fyrsta skrefið var tekið í dag að komast út úr þessu og fara að hugsa um að spila fótbolta því það er jú það sem allt ætti í raun að snúast um.

Ég ætla á þessari síðu að fjalla um þetta eins vel og sanngjarnt og ég get.

síðar mun ég koma með ýtarlega grein um UEFA málið (Der Spiegel greinarnar) og svo rannsókn PL og FA á City . Er bara að bíða eftir næsta skrefi frá UEFA sem er mikilvægt.

Ég tók eftir því á twitter og annarstaðar í dag að fólk var að ruglast á þessari frétt í dag og UEFA málinu og bara svona að koma því á hreint þá er þetta ekki tengt, UEFA getur dæmt okkur í CL ban á meðan FIFA var að skoða félagskipti U18 leikmanna og hefði eins og Chelsea kynntist getað dæmt City í félgskiptabann.

Fyrst verð ég að segja að þetta er ekkert nýtt, Chelsea kem að þeim síðar , og lið eins og Liverpool , Barcelona , A Madrid , ofl hafa lennt í því að hafa verið dæmd fyrir að brjóta á þessum reglum. Í tilfelli Liverpool þá var það FA sem dæmdi þá í bann að kaupa unga leikmenn í einhvern tíma .

En Barcelona og A Madrid hafa bæði fengið félagskiptabann vegna þessa brota frá FIFA.

Chelsea eru núna í banni næstu 2 glugga og það sem gerðist í dag var að margir bentu á hversu ósanngjarnt það væri að þeir hafi fengið bann en ekki City.

En hvað var það sem City gerði , hér er texti úr grein Manchester Evening News um málið og þar er þetta skýrt “

The Blues have been fined £315,000 for the transgressions, believed to relate to the transfer of African teenagers George Davies and Dominic Oduro from the Right to Dream Academy in Ghana to Danish side Nordsjaelland.”

The pair told a Danish newspaper that they had signed for City and played in youth matches before turning 18, which is against Fifa rules.

Hér er svo greinin

Nú vill ég koma minni skoðun að hér, ég er harðasti City maður sem þú finnur en persónulega finnst mér að City hefði átt að fá harðari refsingu en það sem þeir fengu og skil ég vel að sumir hafi farið að hlægja, og þetta lýtur ekki vel út að sleppa svona vel.

City braut af sér og hefur viðurkennt það sjá Club Statement , við eigum ekkert að vera að brjóta af okkur þegar við erum að kaupa unga leikmenn og það á við um öll önnur lið líka.

Hvað er eðlileg refsing ? Ég bara veit það ekki en miða við að Chelsea fékk félagskipta bann í 2 gluggum þá verðum við að bera saman brotin.

Chelsea braut reglur um félagsskipti unga leikmanna 29 sinnum, þeir neituðu sök og áfríuðu  held að það hafi ekki farið vel í FIFA.

FIFA kom með útskýringu afhverju City fekk ekki bann sjá hér.

Það er öðruvísi tekið á því ef þú ekur of hratt einu sinn heldur ef þú ekur of hratt 20 sinnum það er bara þannig og þannig liggur í þessu.

Ég bjóst við félagskipta banni og finnst mér miða við allt sem hér á undan er talið upp kannski sanngjarnt bann einn gluggi td vetrargluggi og bann að kaupa yngri leikmenn í 2 ár, en hey hvað veit ég.

Staðan er sú að andstæðingar City eru búnir að dæma þá seka fyrir fram um allt sem þeim dettur í hug, loka orð mín eru þessi. Það er lögmál í öllu þú átt alltaf að geta fundið 2 hliðar á öllu og takið það á koddann góða nótt.