Alltum City

Fyrsti heimaleikur: Tottenham

Keppni: Enska Úrvalsdeildin

Andstæðingur : Tottenham Hotspurs

Hvar: Manchester, Etihad leikvangurinn

Hvenær: Laugardagur 17. Ágúst klukkan 16:30

Fyrsti heimaleikur tímabilsins og það er enginn smá leikur. Spurs koma í heimsókn á Etihad leikvanginn og er það risastór leikur.
Við stuðningsmenn eigum bæði sárar og góðar minningar gegn þessum andstæðingi og þarf ekki að leita lengra en 4 mánuði aftur í tíman uppá dag til að finna sárustu minninguna, þar sem einhver stórkostlegasti fótboltaleikur sem undirritaður hefur séð. Ég er að sjálfsögðu að tala um meistaradeildarleikin, þar sem VAR braut mann í tætlur. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í þann leik, held enginn af okkur vilji það.
Ég á persónulega mikið undir í þessum leik þar sem faðir minn er harður stuðningsmaður Tottenham og montrétturinn liggur undir!

Áður en við förum í liðin og fréttir af þeim er ágætt að hafa þessa punkta í huga

  • City stefna á að jafna og bæta metið sitt í x mörgum sigrum í röð, þeir eru komnir með fimmtán sigra í röð en metið er átján!
  • City hefur unnið níu af seinustu ellefu heimaleikjum gegn Spurs í öllum keppnum.
  • Aguero elskar að spila gegn Tottenham, sextán leikir, ellefu mörk og fjórar stoðsendingar.

Manchester City

City byrjuðu tímabilið frábærlega og unnu hrikalega öflugan úti sigur á West Ham 5-0.
Það sem vakti hvað mesta athygli í þeim leik var framistaða Mahrez og Sterling en Mahrez kom að öllum mörkum liðsins og Sterling skoraði þrennu. Einnig átti Rodri mjög góðan leik og sparaði Guardiola ekki orðin eftir leik og sagði að tíminn myndi leiða það í ljós að hann yrði bestu kaup allra tíma hjá City. Enginn pressa vinur.
Guardiola hefur sagt að hópurinn sé allur klár fyrir utan Sane og Mendy, það þýðir að Fernandinho er klár fyrir leikinn, ég efast um að hann spili ef hann getur sleppt því. Hann sagði einnig að Mendy væri byrjaður að æfa með liðinu en þyrfti hins vegar að byrja að æfa reglulega áður en hann getur farið að spila.
Það verður einnig fróðlegt að sjá hvort Cancelo komi í liðið eftir góða frammstöðu Walker gegn West Ham.
Ég held að Guardiola sé staðráðinn í því að gera fantasy spilara brjálaða. Eflaust setja margir spurningamerki við Mahrez út fyrir Bernardo eftir framistöðuna en ég tel að Bernardo henti svona leik betur og að Guardiola taki hann fram yfir Mahrez. Einnig kemur Aguero uppá topp býst ég við en hann elskar að spila á móti Tottenham.

Tottenham

Spurs byrjuðu einnig tímabilið vel, unnu „nýliða“ Aston Villa 3-1 á heimavelli. Þeir lentu 0-1 undir en unnu sig til baka í seinni hálfleik. Ég horfði aðeins á leikinn og fannst Tottenham ósannfærandi allt að því þegar Eriksen var skipt inná og tóku Tottenham öll völd. Þeir jöfnuðu 9 mínútum seinna og gengu á lagið og skoraði Harry Kane tvö mörk, hann er maður sem City þarf að verjast.

Annað sem vakti athygli var góð frammistaða Ndombélé en hann var keyptur á 55 milljón punda sem er félagsmet hjá Spurs. Hann skoraði fyrsta mark liðsins og þótti lýta vel.
Af leikmannamálum er það að frétt að Dela Alli, Juan Foyth og Sessegnon, sem var keyptur frá Fulham, verða ekki með og eru allir meiddir, þá er Ben Davies tæpur. Einnig missir Son af leiknum en hann er að taka út leikbann eftir rautt spjald gegn Bournemouth í lok seinasta tímabil. Það er skarð fyrir skildi hjá Tottenham að vera ekki með Alli eða Son í liðinu. Tottenham eru þó vel mannað lið og munu stilla upp sterku liði.
Þjálfari liðsins er Mauricio Pochettino eins og flestir vita. Afar fær og viðkunnalegur þjálfari sem hefur náð mjög góðum árangri.
Ég býst við að Eriksen komi inní þetta aftur, hann er það mikilvægur fyrir liðið. Svo er spurning hvor Lo Celso nýr miðjumaður byrji sinn fyrsta leik.
Hverjum ættuð þið að fylgjast með? Tanguy Ndombélé. Við þekkjum flesta leikmenn í þessu lið og höfum séð þá alla. Ndombélé átti góðan fyrsta leik og skoraði mark. Við könnumst aðeins við leikmanninn eftir leikinna gegn Lyon í fyrra. Hann mun sjá um jafnvægi í liðinu, svipað hlutverk og Fernandinho hefur verið í hjá City. Lýst sem gáfuðum fótboltamanni.

Michael Oliver og hans teymi halda utan um dómgæsluna í þessum leik og sem fyrr að þá verður VAR til taks.

Mér finnst vert að minnast á bláa tunglið, hlaðvarp, sem hefur hafið göngu sína og verður farið yfir vikuna og leikinn í næsta þætti.
Einnig hvet ég alla til að vera virk á facebook síðu klúbbsins og fyrir þá sem eru á Twitter að followa bláa tunglið.

Stuðningsmannaklúbbur City munu horfa á leikinn á Ölver , eins og flesta alla leiki.
Áfram City!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *