Alltum City

Góðgerðarskjöldurinn 2019

Úrslit: Liverpool 1 (4) City 1 (5)

Hvar: London, Wembley.

Keppni: Góðgerðaskjöldur

Þó það virðist ekki nema í gær sem Kompany droppaði míkrafóninum og kvaddi Manchester á sigurhátíð City, þá var komið að því, handhafar allra titla á Englandi mætti liðinu sem lenti í öðru sæti, Liverpool, í baráttu um góðgerðaskjöldin.

Það voru Liverpool sem spörkuðu leiknum af stað við mikill læti aðdáenda enska boltans um allan heim, enski boltinn er hafinn! City fengu boltan strax og Liverpool gerðu það sem þeir gera svo vel og pressuðu hátt á vellinum en City höndlaði þá pressu nokkuð auðveldlega og voru allir ótrúlega öruggir í öllum sínum aðgerðum.

Strax á fjórðu mínútu gerði Gomez sig sekan um mistök og Sterling stal af honum boltanum og átti nokkuð greiða leið að marki, senti til hliðar þar sem Sane en færið of þröngt og setti boltan í hliðarnetið.
Liverpool átti einnig sín færi þar sem Firminho átti ágætis færi og skot beint á mjög svo öruggan Bravo. Einnig átti Stones lélega sendingu fram sem liverpool komst inní sem endaði í mjög svo góðu færi Salah en framhjá fór skotið.

Svo barst til tíðinda á tólftu mínútu, Sane sem hafði meiðst og þurfti að yfirgefa völlinn, fékk aukaspyru á miðjum vallarhelming Liverpool, De Bruyne sendir hann til hægri á Walker sem átti góða sendingu inní teig Liverpool sem áttu ekki von á spretti frá Zinchenko en hann var skyndilega einn, skallar inní teig, Silva flikkar boltanum með hælnum á Sterling sem setti hann framhjá Alisson sem koma engum vörnum við, sama hvað hann reyndi. City 1 Liverpool 0! Sterling fagnaði vel en þetta var hans fyrsta mark gegn Liverpool síðan hann sá ljósið og gekk til liðs við City.

Liverpool átti svo flott færi þar sem sending kom upp kantinn, Salah fór illa með Zinchenko og kom sér í góða stöðu en skotið framhjá.

City hélt boltanum vel og voru gríðarlega öruggir á boltanum og ef pressan á öftustu fimm varð of mikil, kom Bravo með gullsendingar upp kantana. Og það varð það sem gerðist á fimtándu mínútu leiks að Bravo á frábæran bolta fram á Jesus, sem hafði komið inná í stað meiddan Sane, átti svo gullsendingu á De Bruyne, Robertson nær að pota í boltan sem fer á Sterling sem á fínt skot en Alisson vel á verði.

Leikurinn róaðist og fljótlega var flautað til hálfleiks. City leiddi með einu marki.

Seinni hálfleikurinn byrjaði vel hjá City, sem áttu eftir þriggja mínút hálfleik skot í stöng en þar var á ferð Sterling sem var einn á móti Alisson, endursýningar sýndu þó að hann var rangstæður. Eins vel og þetta byrjaði hjá City átti seinni hálfleikur eftir að verða erfiður.
Liverpool voru mun betri aðilinn og hápressan sem City gerði svo vel í seinni hálfleik hvarf og duttu City aftarlega á völlinn og freistuðust til að verja forskotið. Liverpool gerði vel og fengu nokkur færi. Van Djik átti skot í slá eftir hornspyrnu og niður á línu.
City gerði svo stóra breytingu í leiknum þegar Silva fór út af á 60. Mínútu og inn kom Gundogan. Verð ég að segja að innkoma Gundogan var vægast sagt léleg! Í raun þess eðlis að maður hefur miklar áhyggjur af manninum.
City átti þó sitt færi og var það stórt. Walker vinnur boltan á eigin vallarhelmingi og tekur sprett að miðju vallarins og á þar frábæra sendingu inn fyrir vörn Liverpool þar sem Sterling var mættur á ferðina og var kominn einn inn fyrir en þó ekki einn í heiminum eins og hann hélt en í stað þess að keyra að Alisson þá hægði hann á sér og Djik elti hann uppi og kom í veg fyrir að Sterling ætti skot eða gæti sent hann til hliðar þar sem Walker kom á fleygiferð og var aleinn. Lýsandi fyrir seinni hálfleikinn þar sem hlutirnir gerðust mjög hægt hjá City.
Upp frá því áttu Liverpool leikinn og uppskáru mark á 77 mínútu eftir aukaspyrnu Henderson á miðjum vallarhelming City, Walker gerir léleg tilraun til að skalla frá, undir engri pressu, beint í lappirnar Djik sem lyftir honum inn í teig og þar reis Matip hæst og skallaði í markið. 1-1

Liverpool hafði öll tök á leiknum og voru City vægast sagt lélegir. Öryggið sem hafði verið í seinni hálfleik var farin og voru varnamenn City í miklum vandræðum. Bravo þurfti meðal annars að taka á honum stóra sínum og varði í tvígang vel bæði frá Keita og Salah.

Í uppbótatíma virtist Salah vera tryggja sigur fyrir Liverpool en hann komst í gott færi gegn Bravo sem varði vel en beint á kollinn á Salah sem skallaði að marki og virtist boltinn á leið í tómt markið. Walker hélt þó ekki og átti vægast sagt frábæra björgun á línu með bakfallaspyrnu!

Vítaspyrnukeppni var það heillinn en ef það er eitthvað sem City elska þá er það vítaspyrnukeppnir og nýtti City allar sínar spyrnur á meðan Bravo varði ágætis spyrnu Wjinaldum.

Manchester City vinna sinn fyrsta titill af vonandi mörgum á þessu tímabili.

Maður leiksins: Claudio Bravo

Hugleiðingar:
Claudio Bravo leit vel út, var öruggur í flestum aðgerðum og varði oft vel. Ederson watch out!

Rodri var mjög góður í flestum sínum aðgerðum, frábært að vera með mann sem getur leyst þessa mikilvægu stöðu. Hann dreifði boltanum vel og var ávallt tilbúinn að fá boltan í fæturna og virðist sjá fram í tíman. Að því sögðu lenti hann þrisvar sinnum í samstuði við liðsfélaga!
Sterling leit vel út og virðist ætla halda áfram frá því sem var horfið. Jesus var einnig ágætur.

Gundogan átti hræðilega innkomu og virtist líða fáranlega illa inná vellinum. Foden gerði meira í þær 5 mínútur sem hann fékk og vonandi fær hann traustið fram yfir Gundogan.
Hversu skrítið var það að það var ekki Kompany sem lyfti skjöldinum? Áhugavert að Silva og Aguero lyftu honum saman. Fyrirliðar á þessu tímabili?
Hversu geggjaðir voru afmælibúningarnir hjá City? Það væri frábært ef þetta væri búningur City fyrir tímabilið, án Etihad framan á treyjunni. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *