Áður en ég held lengra þá vill ég taka það fram að ég trúi ekki að hann komi fyrr en hann er búinn að krota undir en þangað til vill ég dreyma. Þetta er ekki nema besti leikmaður allra tíma.

Það logar internetið um að Messi vilji fari til Manchester City …….. nema á Íslandi.

Þó ekki væri nema 30% lýkur á að þessi maður komi í ensku deildina þá ætti nú að vera ákveðinn spenna á Íslandi land sem kallar Ensku úrvalsdeildina vinsælustu íþróttina í landinu, eða er það ekki ?

Uff maður er orðinn gjörsamlegsa bugaður af þeirri slagsíðu sem rauðu liðin 2 fá hérna. Það er slæmt í bresku pressunni en hér á landi er þetta fáranlegt .Í hvaða veröld er ekki spennandi , jákvætt fyrir enska boltann að fá Messi þangað ég meina eða er það ekki ? Kannski vakna menn á morgun og byrja að tala um þetta .Ég veit ekki hvað ég á að halda ég vill ekki fagna of snemma og verða svo fyrir vonbrigðum svona eins og alvöru City fan.

En fótbolti er skemmtun og ánægja , ég vil fá pólitík annars staðar frá og á þeim vetvangi mega menn tuða.

Sendi hér með tuðtöflur á alla þessa Liverpool aðdáendur sem endalaust eru nöldrandi yfir hvað aðrir eyða miklu hvernig mannréttamálin eru í einhverju landi sem tengjast liðinu, Net spend og hversu rosalega góðir þeir séu og eigendur þeirra. Sömu eigendur og virðast ekki tíma að eyða meira í liðið þeirra. Og ætluðu að setja allt staffið á ríkisspenan .

En á meðan ætla ég að dreyma um Messi , guðdómlegan fótbolta og hversu mikið Manchester City hefur gefið mér og verið partur af mínu lífi. Ég kann að meta slæmu tímana jafn mikið og þá góðu.

Aftur að Messi , getum við keypt hann ? Colin Savage sem hefur sérhæft sig í FFP heldur að það geti gengið sjá hér að neðan

Hérna er viðtala við spænskan fréttamann

Velcome to Manchester City

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *