Alltum City

Upphitun fyrir leik Manchester City vs Liverpool um góðgerðaskjöldin.

Upphitun fyrir leik Manchester City vs Liverpool um góðgerðaskjöldin.

Keppni: Góðgerðaskjöldurinn
Andstæðingur: Liverpool
Hvar: London, Wembley
Hvenær: Sunnudag 4. Ágúst kl 14:00

Hér hefst tímabilið, titilvörnin. Fyrsti leikur tímabilsins fyrir fyrsta leik tímabilsins. Manchester City mæta til London á Wembley þar sem að þeir munu kljást við Liverpool í leik um góðgerðaskjöldin, leikur sem skiptir litlu sem engu máli nema þitt lið vinni skjöldin.

Eins og allir vita háðu þessi tvö lið hatramma baráttu um enska meistartitilinn á seinasta tímabili, allt til seinasta leiks sem endaði á því að City unnu Brighton eftir að hafa lent undir og stóðu uppi sem enskir meistarar með ótrúleg 98 stig, 95 mörk skoruð, markamun uppá 72 mörk og sigur í seinustu 15 leikjum tímabilsins.

Manchester City

Undirbúningstímabil City hefur gengið vel, tveggja daga seinkun á ferð liðsins til Kína skemmdi ekki fyrir. City hefur spilað 4 leiki á undirbúningstímabilinu og hafa unnist þrír mjög sannfærandi en tap eftir vítaspyrnukeppni gegn Wolves í „úrslitaleik“ um premier league Asian trophy kemur í veg fyrir fullkomna sigurgöngu.

Seinustu mánuðir hafa einkennst af því að Leroy Sane hefur verið orðaður burt frá félaginu en það hefur skiptst á því að segja að hann sé ekki að fara og að hann sé svo að fara en þess á milli halda forráðamenn Bayern og allir þjóðverjar sem sjá fjölmiðla að tala um Sane og hversu frábært og nálægt því að hann sé að fara í Bayern.

Á undirbúningstímabilinu hefur verið gaman að fylgjast með Kevin De Bruyne sem glímdi við mikil meiðsli á seinasta tímabil og hefur hann verið frábær. Það er mikilvægt að hann haldist heill á þessu tímabili en pressan á liðinu mun sennilega aldrei vera meiri eftir frábæran árangur undafarin ár.
Einnig stóð Bravo á milli stanganna og þótti hann heilla mikið. Hann er að stíga uppúr erfiðum meiðslum eftir að hafa slitið hásin.
Raheem Sterling hélt áfram sinni frábæru spilamennsku frá því sem var horfið og var hann mikið að spila sem fremsti maður. Klúðraði víti en ég trúi því að hann sé bara að koma því frá og mun ekki klúðra næstu vítum sem hann fær að taka.
Ungir strákar settu einnig mark sitt á ferðina, miðvörðurinn Taylor Harwoord- Bellis og miðjumaðurinn Tommy Doyle heilluðu menn í þeim leikjum sem þeir fengu að spila en það voru þó nokkrir ungir leikmenn að spreyta sig svo sem Iker Pozo, Adrian Bernabe og Ian Poveda sem virkuðu flottir. Hinsvegar sagði Guardiola að eina ástæða þess að hann væri að taka marga unga leikmenn með væri vegna skorts á aðaliðsleikmönnum en það vantaði 7 fastamenn í hópinn hjá City.

Það voru ekki margir leikmenn sem þarf að hafa áhyggjur af, Angelino þótti vera stressaður, ryðgaður og átti hann í vandræðum í nokkrum leikjum og heillaði hann mig ekki neitt svakalega. Það sem ég séð af Angelino að þá þykir mér Zinchenko og Mendy betri leikmenn. Að því sögðu hef ég litlar áhyggjur og það tekur sinn tíma að komast inn í stílinn sem Guardiola og hans bláu hermenn spila.
Þá hefur Rodri heillað mikið, þvílík yfirvegun á bolta, fullkominn arftaki Fernandinho og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af þeirri stöðu skildi Fernandinho meiðast nú eða öfugt.

Fyrir leikinn gegn Liverpool má allveg búast við svipuðu liði og spilaði seinasta leik gegn Yokohama sem vannst 3-1. Ætla ég í raun að ganga svo langt og segja að það verði nákvæmlega sama lið. Ég yrði hissa ef Aguero, Fernandinho, Jesus og fleiri sem eru nýkomnir til baka komi við sögu. Á sama tíma hafa verið að berast fréttir af því að Laporte sé tæpur.

Liverpool

Gengi Liverpool á undirbúningstímabilinu hefur verið misjafnt og á milli þess sem liðið spilar að þá talar Klopp um fantasíuheima. Liverpool hefur spilað sjö leiki, unnið þrjá, tapað þrem og gert eitt jafntefli. Eins og hjá City vantaði lykilmenn eða sex ef internetið er ekki að svíkja mig, Salah, Mane og Firmino sem dæmi. Þeir allir spiluðu seinasta leik sem var gegn Lyon sem vannst 3-1 en Firmino skoraði eitt marka þeirra.
Liverpool hafa ekki verið virkir á leikmannamarakaðnum í sumar en þeir hafa hafa eingöngu fengið tvo leikmenn til sín, báðir ungir og efnilegir.

Eftir frábært tímabil í fyrr þar sem þeir enduðu í öðru sæti á eftir City me 97 stig og unnu meistaradeildinna ætla menn sér að gera betur og má búast við harðri baráttu milli City og Liverpool um þann enska.
Ég á erfitt með að gera byrjunarliði Liverpool skil en ég geri mína bestu tilraun hér:

Leikurinn er sunnudaginn 4. Ágúst og verður sýndur í beinni á stöð 2 sport og hefst leikurinn kl 14:00. Leikurinn verður sýndur á Ölver þar sem að stuðningsmannaklúbbur City safnast saman og hvet ég alla sem eru á höfuðborgarsvæðinu á skella sér þangað.