Keppni: Enska Úrvalsdeildin
Andstæðingur :West Ham
Hvar: London, London Stadium
Hvenær: Laugardagur 10. Ágúst klukkan 11:30
Hér hefst titilvörnin, annað ferðalag til London þar sem City heimsækir West Ham. Það er eins og það hafi verið í gær sem City kláraði Brighton og fagnaði öðrum meistaratitli í röð og þeim fjórða í heildina. Hinsvegar er komið að nýju tímabili og spennan er að fara með undirritaðan og verð ég mættur í sófan, í fínu City treyjuna, með fánan yfir stofuborðið og tilbúin í hvað sem þessi leikur hendir í áttina að mér.
En fyrst höfum við nokkra hluti að spjalla um.
-City hefur unnið sjö leiki í röð gegn West Ham og unnið flesta sannfærandi.
-Seinasti tapleikur City gegn West Ham var á heimavelli þann 19 september 2015.
-West Ham hefur ekki haldið hreinu í 16 keppnisleikjum gegn City.
-Aguero hefur skorað sex mörk í opnunarleik ensku úrvalsdeilarinnar, metið er átta mörk í röð.
-David Silva hefur skorað í öllum þremur leikjum sem hann hefur spilað á London Stadium og sex í heildina gegn West Ham, meira en gegn öðrum liðum.
Manchester City
City hófu tímabilið á sigri í vítaspyrnukeppni gegn Liverpool þar sem okkar menn unnu sinn fyrsta titil af vonandi mörgum á þessu tímabili. Sigurinn var þó dýrkeyptur því Leroy Sane fór meiddur af velli og hefur komið í ljós að hann reif fremra krossband og þarf að fara í aðgerð. Það fer ekki mörgum orðum um það hversu mikið áfall þetta er fyrir Sane og ekki síður City. Erfið meiðsli og erfitt bataferli sem bíður Sane sem á í hættu á að missa af öllu tímabilinu.
Yfir hann hefur rignt haugur af skilaboðum á twitter, bæði frá núverandi og fyrrum samherjum, sem sýnir hversu mikil samstaða og bræðralag er innan klúbbsins.
Það bárust fréttir í dag að Ikay Gundogan skrifaði undir nýjan samning við City sem heldur honum hjá klúbbnum til ársins 2023 og eru það allgjörlega frábærar fréttir. Flestir leikmenn City eru á samningi til ársins 2023 og má búast við töluverðum stöðuleika í leikmannahópnum á næstu árum eins og áður hefur verið samanber Kompany, Aguero, Silva og svo mætti lengi telja.
Einnig hefur komið í ljós að David Silva verður fyrirliði liðsins og Fernandinho og De Bruyne eru þar næstir.
Að leikmannamálum City fyrir leikinn eru flestir heilir, fyrir utan Sane og Mendy. Þá mun nýr leikmaður City Cancelo ekki spila, ef marka skal orð Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik, það er því hægt að slá því fyrir víst að Walker verði á sínum stað. Einnig greindi Guardiola frá því að Mahrez og Laporte muni geta tekið þátt í leiknum.
Ég býst við því að City verði með svipað lið og gegn Liverpool. Aguero, Ederson og Laporte koma inn og svo detta Otamendi, Bravo og Sane út er sirka mín spá.
West Ham
West Ham enduðu tímabilið i fyrra frábærlega og náðu tíunda sætinu með 52 stig og enduðu tímabilið á þremur sigrum og leitast því að fjórða sigri í röð.
Stjóri West Ham þekkjum við öll, hinn viðkunnalegi Manue Pellegrini. Pellegrini stýrði City frá 2013 til 2016 með fínum árangri, einn englandsmeistaratitill og tveir deildarbikarar ásamt því að koma City í undanúrslit meistaradeildar Evrópu sem er það lengsta sem þeir hafa farið í þeirri keppni.
Leikmannahópur West Ham er fullskipaður að undanskildum Mark Noble sem missir af leik liðanna að þessu sinni. Nýir og spennandi leikmenn í þeim Pablo Fornals og Sebastian Haller, sem báðir koma frá Þýskalandi, mun styrkja liðið umtalsvert og tel ég öruggt að þeir verði í byrjunarliðinu.
Þá ert vert að minnast á að bekkur liðsins er sennilega sterkari en hann hefur áður verið og margir skemmtilegir og spennandi leikmenn þar sem geta sprengt upp leikinn.
Hverjum ættuð þið að fylgjast með? Pablo Fornals 23 ára gamall spænskur sóknarþenkjandi miðjumaður sem var keyptur frá Villareal. Heillaði marga á Evrópumóti u-21 í sumar. Verður spennandi hvernig hann höndlar ensku úrvalsdeildina í vetur.
Dómgæsla leiksins verður í höndum Mike Deans og hans aðstoðarmanna, þar á með VAR teymis en í fyrsta skiptið verður notast við VAR í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Ég hvet alla að vera virk á facebook síðu stuðningsmannafélagsins og bendi ykkur á að klúbburinn hittist á Ölver og horfir á alla leiki saman.
Áfram City!
Leave a Reply