Jafntefli í fyrsta heimaleik.

Mikil eftirvænting var eftir fyrsta heimaleik City þetta tímabilið. Taugar titruðu sem aldrei fyrr klukkustund fyrir leik um hvort ég myndi hafa byrjunarliðin rétt, en ég býst við að þurfa venjast þeirri tilfinningu þetta tímabilið.
Stones meiddist rétt fyrir leik og inn kom Otamendi. Einnig var fyrirliðinn David Silva tekinn út og Gundogan kom inná í hans stað.

City byrjuðu leikinn með miklum yfirburðum og virtust Tottenham ekki eiga mörg svör við spilamennsku City. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði fyrstu 15-20 mínútur eða svo, sköpuðu City sér ekki mörg færi en voru að koma sér í hættulegar stöður. Þar drógst hinsvegar til tíðinda á 21 mínútu leiks þegar De Bruyne kom með þess gullsendingu frá hægri væng, boltinn fór djúpt á fjærstöng þar sem Sterling kom askvaðandi og skallaði boltann auðveldlega í netið fram Hugo Loris markverði Tottenham.
Fjórða mark Sterling á tímabilinu og City komnir í forystu.
Allt leit vel út og vart komist yfir miðju. Þegar það gerðist svo loksins virtust leikmenn City gleyma hvert þeirra hlutverk væri þegar það gerist og eftir tiltölulega auðveld spil frá Rose til Ndombélé og beint til Lamela sem fékk fínan tíma til að athafna sig og náði góðu skoti fyrir utan teig og inní markið fór boltinn.
Það tók ekki nema þrjár mínútur fyrir Tottenham að jafna. Eftir það jafnaðist leikurinn út, City með yfirhöndina en Spurs tilbúnir að refsa.
Á 35 mínútu áttu Bernardo, Bruyne og Walker fínt spil sín á milli á hægri væng sem endaði á sendingu frá Bernardo inn á Bruyne sem var kominn rétt að endamörkum og áttu fasta sendingu meðfram jörðinni inní teig og þar var mættur maðurinn sem elskar að skora gegn Tottenham, Aguero, og potaði boltanum framhjá Loris. City 2 Tottenham 1.
City fékk svo frábært færi til að skora rétt fyrir hálfleik, þegar Bruyne átti enn eina fyrirgjöfina inní teig meðfram jörðinni og á móti boltanum kom Gundogan og skaut í fyrsta en rétt framhjá markinu.

Þannig stóðu leikar í hálfleik. City 2 Tottenham 1

Seinni hálfleikur byrjaði af engum smá krafti og hvert færið á fætur öðru fór í súginn. Eftir því sem á leið fór um mann hrollur, því eins og sagt er, þér er refsað fyrir mistök þín. Það gerðu Tottenham, með sínu öðru skoti leiksins. Lucas Moura kom inná sem varamaður á 56 mínútu leiks, Tottenham áttu hornspyrnu og fór spyrnan beint á kollinn á sennilega minnsta manni vallarins, Lucas Moura, og inn í markið.
Aldeilis tuska í andlitið á City sem héldu þó yfirburðum sínum áfram. Loris þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum og gerði það vel.
Í uppbótartíma fengu City hornspyrnu, boltinn barst á Otamendi og hafði viðkomu í Laporte og barst boltinn á Jesus sem gerði ofboðslega vel og skoraði með góðu skoti úr teignum. Fagnaðarlætin voru mikin en þá kom VAR auga á að boltinn hafði viðkomu í hendinni á Laporte sem var upp við líkamann og dæmdi markið af.

2-2 enduðu leikar og gríðarlega svekkjandi jafntefli niðurstaða í annars skemmtilegum fótboltaleik.

Bláa tunglið mun gera leikinn upp og má búast við droppi annað kvöld.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *