Keppni: Enska Úrvalsdeildin
Andstæðingur : Bournemouth
Hvar: Bournemouth, Vitality Stadium
Hvenær: Sunnudag 25. Ágúst klukkan 13:00
Okkar menn ferðast til Dorset ríki á Englandi, þar sem að þeir mæta heimamönnum í Bournemouth. Manchester City hefur haft góð tök á Bournemouth, sem munu héðan í frá vera vitnað í sem „kirsuberin“ en gælunafn kirsuberjanna er „The Cherries“.
City gerði 2-2 jafntefli gegn Tottenham í bráðfjörugum leik þar sem að City voru með töluverða yfirburði í þeim leik en Tottenham sýndu það að þú þarft ekki nema tvö skot til að skora tvö mörk. Á meðan í sömu umferð gerðu kirsuberin vel og unnu Aston Villa 1-2 á útivelli. Í fyrstu umferðinni gerðu þeir jafntefli við Sheffield United 1-1 á heimavelli.
City og kirsuberin eru því með jafnmörg stig eftir tvær umferðir eða fjögur talsins ásamt sex öðrum liðum.
- City hefur ekki tapað fyrir kirsuberjunum síðan þeir komu upp í úrvalsdeildinna. 2 jafntefli og 12 sigrar.
- Raheem Sterling finnst gaman að spila í Bournemouth og hefur komið að tíu mörkum í einungis sjö leikjum. Átta mörk og tvær stoðsendingar.
- Kirsuberin hafa ekki haldið hreinu í seinustu 21 leik sem þeir hafa spilað á sunnudegi. Fengið 56 mörk á sig, unnið þrjá, jafntefli tvisvar og tapað sextán.
- City vann heimaleikinn á seinasta tímabili 3-1 sem og útileikinn 0-1.
Manchester City
Það er ekki margt að frétt af Manchester City seinustu
vikuna. Fréttir bárust af því að Benjamin Mendy væri mættur á æfingar og gæti farið
að spila með liðinu eftir stuttu eftir landsleikjahléið.
Einnig er Zinchenko ekki meiddur en það var óttast að hann hafði meiðst í
leiknum gegn Tottenham en það var einungis slæmur krampi. Það eru því allir
leikmenn heilir nema Stones og Sane en sögu bárust af því að hann yrði ekki frá
í nema þrjá mánuði og gæti því náð stórum hluta tímabilsins.
Cancelo gæti spilað sinn fyrsta leik en það er ólíklegt miðað við hvernig
blaðamannafundur Guardiola spilaðist en hann talaði um að Cancelo myndi spila
eftir landsleikjahléið, því má slá föstu að Walker byrji þennan leik.
Það má því búast við að byrjunarliðið verði verulega svipað og var gegn
Tottenham. Ég sé fyrir mér að Gundogan detti út í stað Silva og jafnvel Aguero
komi út fyrir Jesus.
Bournemouth
Kirsuberin hafa byrjað
tímabilið á svipuðu nótum og City og stigasöfnunin er sú sama. Eins og áður
sagði hafa City haft verulega gott taka á kirsuberjunum og ekki tapað fyrir
þeim síðan þeir komu upp í úrvalsdeildinna.
Heimavöllurinn hefur talið mikið og er hann lítill og af gamla skólanum og
tekur 11.239 áhorfendur í sæti og er undantekningarlaust uppselt á leiki
liðsins.
Þeir eru fínt mannaðir og fengu til sína Harry Wilson frá Liverpool en hann
gerði góða hluti með Derby í championship deildinni og er að sanna sig á stærra
sviðinu, hann hefur skorað eitt mark.
City þarf einnig að passa sig á framherjunum tveimur Wilson og King en þeir hafa
verið frábærir undafarið ár þá sér í lagi Callum Wilson.
Dómgæslan verður í höndum
á Anrde Marriner og hans teymi.
Leikurinn verður sýndur í sjónvarpinu og safnast City klúbburinn fyrir sunnan á
Ölver eins og endranær.
Áfram City!
Leave a Reply